Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Iraq header 2.jpg

Íraksstríðið var stríð, sem hófst þann 20. mars 2003 með innrás bandalags viljugra þjóða í Írak með Bandaríkin og Bretland í broddi fylkingar. Innan bandaríska hersins þekkist stríðið undir heitinu Operation Iraqi Freedom (e. „Aðgerð Íraksfrelsi“). Formlega stóð stríðið sjálft yfir frá 20. mars 2003 til 1. maí 2003 en þá voru allar stærri hernaðaraðgerðir sagðar yfirstaðnar. Við tók tímabil mikils óstöðugleika sjálfsmorðssprengjuárása, hermdarverka og launmorða sem margir kjósa að kalla borgarastyrjöld. Stríðinu lauk 18. desember 2011.

Ástæður sem gefnar hafa verið upp til réttlætingar á stríðinu hafa verið margs konar. Kofi Annan hefur, ásamt fleiri gagnrýnendum, haldið því fram að stríðið sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum en ekki náðist sátt um innrásina í öryggisráði S.Þ. líkt og tilfellið hafði verið í fyrra Persaflóastríðinu.

Í fréttum

Petr Pavel

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu/Stríð Rússlands og Úkraínu  • Kórónaveirufaraldurinn  • Mótmælin í Íran  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: David Crosby (19. janúar)  • Gina Lollobrigida (16. janúar)  • Konstantín 2. Grikkjakonungur (10. janúar)  • Gianluca Vialli (6. janúar)  • Lise Nørgaard (1. janúar)


Atburðir 31. janúar

Vissir þú...

Fáni Möltu
  • … að leikritið Allt í grænum sjó, ein fyrsta íslenska revían, var ritskoðað fyrir frumsýningu að kröfu yfirvalda árið 1913 og leikhúsinu síðan bannað að sýna það aftur af bæjarfógeta?
  • … að Harry Styles var fyrsti karlmaðurinn til að sitja einn fyrir á forsíðu tímaritsins Vogue?
Efnisyfirlit